06:00

{mosimage}
(Spilar Billups annað kvöld?)

Chauncey Billups, leikmaður Detroit, vonast til þess að geta spilað annað kvöld gegn Orlando. Þá geta leikmenn Detroit slegið út Orlando á heimavelli en staðan er 3-1. Billups tognaði á hásin í leik þrjú gegn Orlando og lék ekki með félögum sínum í síðasta leik.

,,Miðað við þær framfarir sem ég hef sýnt það gefur mér von um að ég verði góður fyrir leikinn.”

Leikstjórnandinn Billups segist hafa átt í vandræðum með að sitja á hliðarlínunni en meiðslin voru svo alvarleg að það kom ekki til greina undir neinum kringumstæðum að spila leik fjögur. ,,Það hefði ekki skipt ef þetta var leikur sjö í lokaúrslitunum eða leikur fjögur gegn Orlando. Hann var einfaldlega ekki tilbúinn. Hann getur ekkert gert nema hvíla,” sagði Flip Saunders þjálfari Detroit.

stebbi@karfan.is

Mynd: AP