21:00
{mosimage}
(Mike Brown þjálfari Cleveland þarf sigur á útivelli ef lið hans ætlar áfram)
Boston og Cleveland mætast í kvöld í fimmta leik liðanna og hefst hann kl. 00:00 og er sýndur í beinni útsendingu á NBAtv. Mike Brown þjálfari Cleveland telur að lið sitt verði að spila betur heldur en það hefur gert ef það ætlar sér sigur í kvöld í TD Banknorth Garden heimavelli Boston.
,,Við getum spilað betur á útivelli. Við þurfum að passa boltann betur en við höfum gert það ágætlega hingað til,” sagði Brown.
,,Ef þú ert með besta árangurinn getur þú unnið alla heimaleikina og orðið meistari þannig. En ég held að enginn hafi afrekað það hingað til,” sagði Brown en Boston hefur ekki unnið leik á útivelli í úrslitakeppninni og allir leikirnir einvíginu við Boston hafa unnist á heimavelli.
Mynd: AP