00:22

{mosimage}
(Evrópumeistararnir fagna sigri sínum fyrr í kvöld)

Rússneska liðið CSKA Moskva varð Evrópumeistari í sjötta sinn fyrr í kvöld þegar liðið lagði ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv að velli 91-77 að velli í Madríd. Er liðið þar með orðið næst sigursælasta lið Evrópu á eftir Real Madrid sem státar af átta Evrópumeistaratitlum. Trajan Langdon var stigahæstur í liðið CSKA með 21 stig en hann var síðar kjörinn besti leikmaður helgarinnar. Will Bynum var stigahæstur hjá Maccabi með 23 stig.

Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum og CSKA var aðeins einu stigi yfir í hálfleik 42-41. En í þriðja leikhluta náði CSKA nokkurra stiga forskoti og síðan í fjórða leikhluta innsigluðu þeir sigurinn með 10 stigum í röð og höfðu 14 stiga sigur, 91-77.

Sex leikmenn CSKA skoruðu tíu stig eða meira og var Trajan Langdon þeirra stigahæstu rmeð 21 stig en hjá Maccabi dreifðist stigaskorið ekki eins vel og var Will Bynum með 23 stig.

Sigur CSKA var sjötti frá upphafi en liðið hefur einnig unnið 1961, 1963, 1969, 1971 og 2006 en það ár lögðu þeir einmitt Maccabi Tel Aviv að velli einnig. Ísraleska liðið er stórveldi í evrópskum körfubolta og hafa fimm sinnum orðið Evrópumeistarar.

stebbi@karfan.is

Myndir: AP

{mosimage}
(Trajan Langdon var besti leikmaður Euroleague Final Four)