21:30

{mosimage}

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon komust í keppni fjögurra fræknu um eitt laust sæti í LEB gull deildinni að áril, með sigri á útivelli gegn Deportes Blanes-Bs Hoteles Almeria 86-68. Gijon menn höfðu frumkvæðið frá upphafi og leiddu 28-22 eftir fyrsta leikhluta og 49-35 í hálfleik.

Logi lék í 16 mínútur og skoraði 5 stig, hitti úr 1 af 3 tveggja stiga skotum sínum, 1 þriggja stiga skotinu og 2 af 4 vítum.

Gijon mætir C.B. Illescas Urban CLM í undanúrslitum.

runar@karfan.is

Mynd: Logi Gunnarsson