11:12

{mosimage}

Logi Gunnarsson og félagar í Gijon komust skrefi nær að tryggja sér sæti í LEB gull deildinni að ári þegar þeir sigruðu Clínicas Rincón Axarquia 84-79 í undanúrslitum eitt laust sæti í deildinni. Í kvöld mæta þeir svo C.B. Illescas Urban CLM í úrslitaleik um sætið. Logi Gunnarsson sem hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og lítið haft sig í frammi eftir það var næststigahæstur í gær með 13 stig.

Leikurinn var jafn og spennandi en þó höfðu Axarquiamenn frumkvæðið framan af og leiddu með 6 stigum í hálfleik. Gijon menn bitu svo á jaxlinn í lokin og unnu síðasta leikhlutann með 9 stigum.

Logi lék í rúmar 24 mínútur og hitti úr 1 af 2 tveggja stiga skotum sínum, 3 af 4 þriggja og báðum vítunum sem hann fékk.

runar@karfan.is

Mynd: Logi Gunnarsson