08:00
{mosimage}

 

(Birkir í hvítu og Kjartan í bláu) 

 

Athyglisverður knattspyrnuleikur fór fram í Garðabæ í gærkvöldi þar sem leikmenn Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfuknattleik mættust í fótbolta í 3. deild karla. Félagarnir Kjartan Atli Kjartansson og Birkir Guðlaugsson eru ekki við eina fjölina felldir þegar kemur að íþróttum en yfir sumartímann reima þeir á sig takkaskóna og bera á sig hitakrem til þess að ylja sér í hráslaganum.

                   

Kjartan Atli er skæður sóknarmaður í bæði körfu- og fótbolta og var því í framlínu Álftnesinga í gær sem máttu þola 3-2 ósigur gegn Knattspyrnufélagi Garðabæjar. Birkir leikur með KFG og hrósaði því sigri gegn Kjartani og félögum en Birkir leikur á miðjunni hjá KFG.

 

Strákarnir verða því í feiknaformi þegar undirbúningstímabilið hjá Stjörnunni verður komið á fullt fyrir næstu leiktíð í körfunni en hvort þeir komi til með að skriðtækla í Iceland Express deildinni skal ósagt látið en báðir börðust þeir af kappi í fótboltanum rétt eins og í röðum Stjörnunnar í körfunni á síðustu leiktíð.

 

nonni@karfan.is

 

{mosimage}

(,,Ef þú leyfir mér að skora skal ég sleppa því að smella þrist í andlitið á þér á næstu körfuboltaæfingu" – gæti Kjartan Atli verið að segja við Birki í leiknum í gær)