06:30
{mosimage}
(16 ára lið karla er sjóðheitt um þessar mundir)
Íslensku liðin leika alls fjóra leiki á Norðurlandamóti unglinga í Solna í dag. Fyrsti leikurinn hefst kl. 07:00 að íslenskum tíma þegar U 18 ára landslið kvenna mætir Noregi.
Annar leikurinn er kl. 09:00 þegar 18 ára landslið karla mætir Dönum og 16 ára lið kvenna mætir Svíum kl. 11:00 og verður leikurinn í beinni. Þá verður leikur 16 ára landsliðs karla einnig í beinni kl. 13:00 þegar Íslendingar mæta Svíum.