11:00

{mosimage}

Fresturinn til að sækja um heimsmeistarakeppni karla árið 2014 er liðinn og alls sóttu níu lið um. Karfan.is greindi frá því á dögunum að sjö þjóðir höfðu sótt um og á síðustu metrunum bættust tvær þjóðir við.

Grikkir og Kínverjar bættust í hópinn og verða því níu þjóðir sem FIBA þarf að velja úr til þess að halda keppnina eftir átta ár. Keppnin 2010 fer fram í Tyrklandi.

Þjóðirnar níu eru: Danmörk, Spánn, Frakkland, Rússland, Sádí Arabía, Katar, Ítalía, Grikkland og Kína.

Það væri skemmtilegt ef frændur okkar Danir myndu fá að halda keppnina enda væri þá afar stutt fyrir körfuboltasjúka Íslendinga að fara ef þeir vildu sjá topp körfubolta.

stebbi@karfan.is

Mynd: Fiba.com