18.32

{mosimage}

Karfan.is skrifaði í morgun að ekki væri víst að Ken Webb yrði áfram í Skallagrím enda væri hann jafnframt í viðræðum við Randers. Nú fyrir skömmu kom svo frétt á heimasíðu Skallagríms þar sem er greint frá því að náðst hafi samkomulag um að Webb þjálfi liðið að minnsta kosti út næsta tímabil.

Það ætti að vera mikill léttir í Borgarnesi að þessi mál eru komin á hreint og hægt að fara að einbeita sér að leikmannamálum en ljóst er á þessari stundu að Axel Kárason, Hafþór Gunnarsson, Pétur Már Sigurðsson og Darrel Flake verða ekki með liðinu á næstu leiktíð.

runar@karfan.is

Mynd: nonni@karfan.is