07:45
{mosimage}

 

 

Sýnt verður beint frá tveimur leikjum á Norðurlandamóti unglinga í Solna í dag og fær Eggert Baldvinsson sjónvarpsstjóri Karfan.is góða gesti í myndver til þess að lýsa leikjunum. Fyrst verður sýndur leikur Íslands og Svíþjóðar í U 16 ára kvenna og hefst hann kl. 11:00 að íslenskum tíma.

 

Leikur Íslands og Svíþjóðar í U 16 ára kvenna fer fram í sal 2 í Solnahallen en þar hefur internetið verið að stríða okkur aðeins. Eggert er þess þó fullviss að útsending náist svo það er um að gera að fara á útsendingarhlutann á slaginu 11.

 

Annar leikur dagsins í beinni útsendingu verður viðureign Íslands og Svíþjóðar í U 16 ára karlaflokki. 16 ára strákarnir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og er von á sannkölluðum stórleik en hann hefst á slaginu 13:00.

 

Smellið hér til að komast á vefútsendingarhluta Karfan.is