16:13

{mosimage}

Bandaríski leikstjórnandinn Justin Shouse hefur skrifað undir samning við Stjörnuna í Garðabæ og mun leika með þeim á næsta tímabili í Iceland Expressdeildinni. Justin hefur leikið undanfarin tvö ár með Snæfell og var bikarmeistari með liðinu í vetur. Frá þessu er greint á vefsíðu Snæfells.

Justin á að leysa af Dimitar Karadzovski sem var leystur undan samningi við Garðabæjarliðið í apríl.

Justin Shouse lék alla 22 leiki Snæfells í Iceland Express-deildinni og skoraði 20,8 stig, tók 3,9 fráköst og gaf 6,9 stoðsendingar í leik.

Í úrslitunum gegn Keflavík var hann með 16 stig, 4,7 fráköst og 5,7 stoðsendingar.

stebbi@karfan.is

Mynd: nonni@karfan.is