21:23

{mosimage}

Roma eru komnir í álitlega stöðu gegn Air Avellino í undanúrslitum ítölsku úrslitakeppninnar. Roma vann í kvöld 78-85 þar sem Jón Arnór Stefánsson skoraði 2 stig. Þar með eru Roma menn komnir í 2-0 í einvígi sínu við Air Avellino en næsti leikur fer fram á heimavelli Roma á þriðjudagskvöld.

Jón Arnór spilaði 21 mínútu mest allra varamanna liðsins og var hann með 2 stig, nýtti annað af tveggja stiga skotum sínum en var aftur á móti ískaldur fyrir utan þriggja-stiga línuna og geigaði á öllum sex skotum sínum. Hann tók einnig fjögur fráköst.

Leikurinn var í járnum í kvöld og heimamenn í Air Avellino hófu leikinn af krafti og leiddu um tíma en misstu niður forskotið. Romamenn komust inn í leikinn og unnu að lokum 7 stiga sigur.

Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Roma en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í úrslit.

stebbi@karfan.is

Mynd: euroleague.net