23:12
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson) 

Tisettanta Cantù náðu að jafna seríuna gegn Lottomatica Roma með 75-73 heimasigri þar sem dramatíkin var allsráðandi í úrslitakeppni ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Jón Arnór Stefánsson lék í 17 mínútur fyrir Roma og skoraði 3 stig.  

Næsti leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 15. maí á heimavelli Rómverja en það er mikil barátta í úrslitakeppninni á Ítalíu.  

Mikið var skoraði í fyrsta leikhluta en staðan var 24-22 heimamönnum í vil, heimamenn héldu forystunni og leiddu í hálfleik 44-41.  Í þriðja leikhluta náðu Tisettanta Cantú tólf stiga forystu 62-50 sem var staðan eftir þriðja leikhluta.  Roma voru ekki á þeim buxunum að tapa og skoruðu tólf fyrstu stig fjórða leikhluta og staðan 62-62.  Heimamenn stóðust pressuna frá Roma og sigruðu 75-73.  

Staðan í einvíginu er því 1-1 og það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum kemst í undanúrslit.  

www.kr.is/karfa