19:30
{mosimage}
Jakob Sigurðarson tryggði liði sínu Univer sigur í kvöld á MAFC með þriggja stiga körfu í blálokin eftir framlengdan leik en lokatölur urðu 90-89. Jakob skoraði annars 24 stig í leiknum, þar af 19 í venjulegum leiktíma, tók 4 fráköst, stal 4 boltum og gaf 5 stoðsendingar.
Liðið á nú tvo leiki eftir í fallkeppninni sem liðið hefur löngu bjargað sér frá og svo er von á Jakobi til Íslands þar sem taka við landsliðsæfingar.
Mynd: www.universport.hu