19:31

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans Univer sigraði Kaposvari KK 70-68 á útivelli í fallkeppni ungversku deildarinnar. Eins og greint hefur verið frá áður bjargaði Univer sér frá falli fyrir allnokkru.

Jakob hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og tók 6 fráköst.

Liðið leikur síðasta leik vetrarins á miðvikudag.

runar@karfan.is

Mynd: www.universport.hu