8:15

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson heldur áfram að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum fyrir lið sitt Univer sem er í keppni um að forðast fall úr ungversku deildinni. Liðið er þó löngu sloppið við fall en liðin tóku stigin úr deildarkeppninni með sér og þurfti Univer aðeins einn sigur.

Á mánudag lék liðið gegn Soproni Sördögök og tapaði illa 61-90. Jakob skoraði 18 stig, tók 5 fráköst, hitti úr 3 af 5 tveggja stiga skotum og 4 af 7 þriggja stiga skotum.

Eftir að deildarkeppninni lauk sendi liðið alla erlendu leikmenn sína heim nema Jakob og í dag eru aðeins 2 leikmenn eldri en tuttugu ára í liðinu.

runar@karfan.is

Mynd: www.universport.hu