13:50

{mosimage}

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari 18 ára landsliðs karla var að vonum ekki sáttur eftir leik Íslands og Finnlands á NM unglingalandsliða, þar sem Ísland tapaði mjög sannfærandi gegn Finnum 82-69. ATH viðtalið er skrifað í gærkvöldi.

Hvað fannst Inga Þór um leikinn?Við lendum strax í upphafi leiks í átökum, í raun í finnskum bolta af bestu gerð þar sem þeir spila gríðarlega fast og því miður voru allir leikmenn liðsins ekki tilbúnir í þau átök.  Að henda 23 boltum frá sér í fyrri hálfleik er náttúrulega bara kjánalegt, þannig að við lentum bara í því að elta allan leikinn og þetta fór í taugarnar á mönnum.  Við náðum svo muninum niður í 10 stig, 40-50 og þá fannst mér þetta vera að koma, þar sem þriðji leikhlutinn var mjög góður hjá okkur og vinnum hann með einhverjum 2-3 stigum, en svo fáum við til baka á okkur einhver 7 stig og munurinn þá kominn í einhver 17-18 stig og þá er þetta bara orðið erfitt.  Menn misstu þá því miður trúna á þessu, en við ætlum núna að bæta okkur í hverjum leik og ætlum að spila betur á morgun en við gerðum í kvöld og það er okkar markmið.

Þið eruð að fara að mæta Svíum á morgun sem töpuðu nokkuð örugglega gegn Norðmönnum í dag.  Hvað telur þú að þurfi að breytast fyrir þann leik til að sigur náist?Hugarfarið fyrst og fremst.  Menn verða að vera að tilbúnir að taka á móti, ef menn eru lamdir þá verða menn bara að taka á móti og svara fyrir sig.  Finnarnir ætluðu bara í slagsmál og ætluðu að berja okkur út úr stöðum og þeim tókst það, Svíarnir spila ekki svoleiðis körfubolta en þeir eru samt þéttir fyrir í vörninni og hugarfar leikmanna verður bara að vera það gott að menn nái að spila sinn leik.  Vörnin var allt í lagi, við fáum bara 35 stig á okkur í fyrri hálfleik, en við náðum bara ekki að spila neina sókn gegn þessarri hrikalegu grimmu vörn.

Texti og mynd: Snorri Örn Aðalsteinsson