8:45

{mosimage}

Það má segja að óvænt úrslit hafi orðið í finnsku deildinni sem lauk á dögunum. Espoon Honka sem endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni var finnskur meistari eftir að hafa lagt Kouvot í úrslitum, 3-1.

Honka sem varð meistari í fyrra tapaði 15 leikjum í deildinni en eins og oft er sagt, þá er úrslitakeppnin nýtt mót og þar fór Honka í gang og tapaði aðeins 2 leikjum.

Helsta stjarna Honka er hinn ungi Petteri Koponen sem Philadelphia 76ers valdi í nýliðavali NBA í fyrra en skipti honum svo strax til Portland TrailBlazers.

Hann skoraði 18,4 stig fyrir Honka í vetur en stigahæsti leikmaður liðsins var Bandaríkjamaðurinn Akeem Scott með 19.2 stig en hann skoraði 36 stig í úrslitaleiknum.

runar@karfan.is

Mynd: Tuomas Venhola