20:31

{mosimage}

Lið Snæfells ásamt Högna eftir blaðamannafundinn í dag 

Lið Snæfells sem sigraði í 1. deild kvenna í vor og mun leika í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili gekk í dag frá ráðningu þjálfara fyrir veturinn. Félagið leitaði ekki langt yfir skammt heldur réð heimamanninn Högna Högnason en Högni hefur verið virkur í yngri flokka starfi félagsins undanfarin ár auk þess sem hann lék með karlaliðinu á árum áður.

Á blaðamannafundi sem fór fram í dag kom fram að leikmannahópurinn mun telja um 16 leikmenn og munu næstu vikur leiða í ljóst hvort farið verður í að styrkja hópinn frekar.

runar@karfan.is

Mynd: Íris Huld Sigurbjörnsdóttir