16:44
{mosimage}
(Miðherjinn Ragna Margrét mátti sín lítils gegn hávöxnum Svíum)
U 18 ára landslið kvenna fékk skell í Solna í dag þegar liðið lá 97-47 gegn Svíþjóð. Þetta var annar tapleikur stelpnanna í röð á Norðurlandamótinu en í gær mátti liðið sætta sig við ósigur gegn Dönum. Ingibjörg Jakobsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 13 stig.
Svíar komust í 9-0 snemma leiks og leiddu svo 11-25 eftir fyrsta leikhluta en Íslendingar áttu í töluverðu basli með hávaxna heimamenn.
Í öðrum leikhluta héldu yfirburðir Svía áfram sem breyttu stöðunni í 52-22 og þannig stóðu leikar í leikhléi.
Íslensku stelpurnar sættu sig ekki við gang mála og tókst þeim að þétta vörnina í þriðja leikhluta en munurinn var einfaldlega orðinn of mikill svo íslenska liðið náði aldrei að ógna forystu heimamanna og því lauk leik með stórsigri Svía 97-47.
Stigaskor Íslands í leiknum
Ingibjörg Jakobsdóttir 13
Hafrún Hálfdánardóttir 8
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 7
Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5
Íris Sverrisdóttir 4
Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3
Dóra Björk Þrándardóttir 3
Lóa Dís Másdóttir 2
Gunnhildur Gunnarsdóttir 2
Nú er nýhafinn leikur Íslands og Danmerkur í U 16 ára karla þar sem Karfan.is er með beina textalýsingu. Smellið hér til að nálgast textalýsinguna.
{mosimage}