19:23

 {mosimage}

Haukur Helgi Pálsson, fyrirliði 16 ára liðs drengja var valinn mikilvægasti leikmaður Norðurlandamóts U16 drengja eftir úrslitaleik Íslands og Svíþjóðar í dag.  Haukur hefur leikið manna best á Norðurlandamótinu og karfan.is ákvað því að ræða við piltinn eftir úrslitaleikinn.

{mosimage} 

Þið voruð að tapa í úrslitaleik gegn Svíum, hvernig er tilfinningin?
Hún er sár, það er vont að tapa, ekki gott.  Það hefði verið betra að taka þetta.

Voru menn ekki tilbúnir í leikinn?
Jú jú, við bara byrjuðum of seint held ég.  Ég held að við höfum verið aðeins niðurdregnir eftir að þeir komust þarna svolítið yfir, en við reyndum allavegana og við getum ekki beðið um meira.

Það varð allt vitlaust í húsinu þegar 35 sek voru eftir af leiknum og dæmd óíþróttamannsleg villa á Hjalta, hvað fannst ykkur um þetta?
Þetta var bull, þetta eyðilagði frekar mikið sko, mér fannst þetta ekki góður dómur, en ég vil ekki segja meira.

Þú varst valinn besti maður mótsins, er það einhver sárabót fyrir þig?
Neeeei, kannski pínu, en ég hefði frekar verið til í að taka Norðurlandameistarann bara.

Þú hefðir þá verið til í að skipta á þessum verðlaunum og Norðurlandameistaratitlinum?
Klárlega.