20:40

{mosimage}

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður 16 ára landsliðs karla átti góðan leik gegn Danmörku í kvöld, er strákarnir unnu góðan seiglusigur á sterkum Dönum, 73-62.  Haukur lék nánast allan leikinn og hafði í nógu að snúast, enda lögðu Danir upp með að stöðva hann, auk þess sem hann þurfti að kljást við stóra sóknarmenn Dana.  Haukur átti auk þess tilþrif leiksins, er hann tróð boltanum með tilþrifum í lok leiks og kom Íslendingum í 73-62.  Karfan.is tók Hauk tali í lok leiks.

Þið unnuð sterkt lið Dana með 11 stigum, hvernig upplifðir þú leikinn?
Þetta var ekkert annað en snilld.  Það var bara liðsheildin sem bjargaði þessu.  Við vorum undir þarna í smá tíma en svo small vörnin strax, skotin voru ekkert að detta en við héldum áfram að stoppa og svo kom þetta hægt og sígandi.  Þetta var bara eintóm snilld.

Danirnir eru með mjög hávaxið lið, engu að síður haldið þið jöfnu í frákastabaráttunni gegn þeim, hvernig má það vera?
Það er bara það að Íslendingar hafa svo mikinn karakter, það er bara það sem ég get sagt, bara baráttu og við erum þekktir fyrir það.

Nú eruð þið búnir að vinna fyrstu tvo leikina ykkar, er það eitthvað sem þið áttuð von á áður en þið komuð?
Já og nei, við reynum að gera okkar besta og það hefur bara verið mjög gott.

Þið eigið leik gegn Svíþjóð á morgun, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?
Þetta á eftir að vera ‘tough’, þeir eru með sterkt lið.  Ég hef séð suma þeirra á Scania og þeir eru allir mjög góðir, það er enginn af þeim sem er lélegur, við þurfum bara að eiga toppleik, allir.

Hvert er markmið ykkar fyrir þetta mót?
Að verða Norðurlandameistarar, ekkert annað.

Texti og mynd: Snorri Örn Arnaldsson