11:40

{mosimage}
(Hallgrímur í barátunni í 1. deild í vetur)

Hallgrímur Brynjólfsson sem þjálfaði lið Þórs í Þorlákshöfn seinni part vetrar og lék áður með Hamri í Iceland Express deildinni hefur ákveðið að söðla um og flytjast til Danmerkur og setjast á skólabekk. Þetta staðfesti Hallgrímur við karfan.is nú fyrir stundu.

Hallgrímur mun flytja til Odense í sumar og sagðist stefna að því að leika körfubolta þar ytra. Í Odense er lið sem leikið hefur í nokkur ár í 1. deild og sagði Hallgrímur að næsta mál á dagskrá væri að hafa samband við það félag og kanna aðstæður.  

Þess má geta að fyrir um áratug var hópur Íslendinga í Odense og komu þeir liðnu úr 2. deild á topp dönsku deildarinnar undir stjórn Vals Ingimundarsonar. 

runar@karfan.is 

Mynd: stebbi@karfan.is