22:25

{mosimage} 

Guðbjörg Sverrisdóttir lék best í íslenska liðinu í dag þegar stúlkurnar töpuðu gegn Danmörku.  Stelpurnar mæta þeim dönsku aftur á morgun í leik um þriðja sætið og eru staðráðnar í að gera betur.  Karfan.is ræddi við fyrirliða 16 ára liðs kvenna, Guðbjörgu Sverrisdóttur eftir leikinn.

{mosimage} 

Erfiður leikur að baki hjá ykkur gegn Danmörku.  Þið mætið þeim aftur á morgun í leik um þriðja sætið, heldurðu að þið getið unnið þær?
Já ég held það, við verðum bara að byrja vel.  Við byrjuðum ekki nógu vel í dag og lentum strax 10 eða 15 stigum undir og það var bara vegna þess að við vorum að brjóta svo mikið og þær voru að skora allt úr vítunum, en við ætlum að koma sterkar á morgun og taka þær.

Þú áttir ágætan leik, 13 stig og 13 fráköst en svo er nokkuð langt í næsta leikmann.  Þurfið þið ekki meira framlag frá fleiri leikmönnum?
Jú, það þarf þess.  Heiðrún meiddi sig í öxlinni og spilaði þess vegna lítið, hún er aðalleikstjórnandinn okkar og hún þarf að halda áfram.  Dagmar er veik og hana vantaði í liðið, þannig að þær eiga eftir að stíga upp á morgun og við munum taka þetta.

Þið lékuð vel gegn Noregi og unnuð en hafið lent í smá vandræðum í flestum hinna leikjanna, hvað er það sem skilur á milli Íslands og þeirra?
Ég held að það sé stærðin, við erum svona meðalstór þjóð en eins og sænsku stelpurnar eru tveir og tuttugu eða eitthvað og þær norsku bara einn og fimmtíu eða eitthvað.  Við tókum fleiri fráköst en þær [Noregur] en á móti Svíþjóð töpuðum við frákastabaráttunni en við ætlum ekki að láta stærðina stoppa okkur.

Hvernig endar leikurinn um þriðja sætið á morgun?
Við vinnum.