08:00

{mosimage}

Um síðustu helgi vann CSKA Moskva sinn sjötta Evrópumeistaratitil, en sá fyrsti kom í hús árið 1961. Ettore Messsina þjálfari Rússana vann þar með sinn fjórða Evrópumeistaratitil og varð hann þar með einn sigursælasti þjálfarinn í sögu Evrópu. Hann tvo titla með ítalska liðinu Kinder Bologna árin 1998 og 2001. Messina sem er ítalskur hefur stjórnað CSKA undanfarin ár og mun stjórna liðinu áfram en hann hefur gert nýjan samning við félagið.

Þessi titill með CSKA kemur honum í annað sætið yfir sigursælustu þjálfari Evrópu ásamt þeim Pedro Ferrandiz sem vann fjóra titla með Real Madrid. Alexander Gomelskiy sem vann þrjá fyrstu Evrópumeistaratitlana árin 1958-1960 með Riga í þáverandi Sovétríkjunum og CSKA Moskva árið 1971 og svo Bozidar Maljokivc sem vann fjóra titla. Tvo þeirra með Split í þáverandi Júgóslavíu, svo einn með Panathinaikos og Limoges frá Frakklandi.

Sigursælasti þjálfarinn er Zeljko Obradovic sem vann fimm titla með Partizan frá Serbíu, Joventut og Real Madrid frá Spáni og Panathinaikos en hann er núverandi þjálfari Grikkjana.

stebbi@karfan.is

Mynd: Euroleague.net