10:00

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson heldur áfram að eiga hvern stórleikinn á fætur öðrum með liði sínu Univer í fallkeppni ungversku deildarinnar. Í gær sigraði liðið Kasposvár 100-98 og var það Jakob sem tryggði liðinu sigur með 2 vítum í lokin.

Jakob skoraði 27 stig í leiknum, hitti úr öllum 4 tveggja stiga skotum sínum, 4 af 6 þriggja stiga skotum, öllum 7 vítum sem hann tók auk þess að stela 3 boltum á þeim 37 mínútum sem hann spilaði.

Univer hefur því unnið 3 fyrstu leikina í fallkeppninni og ekkert sem bendir til að liðið sé á niðurleið.

runar@karfan.is

Mynd: Jakob Örn Sigurðarson