6:00

{mosimage}

Karfan.is sagði frá því á dögunum að Valsarinn Hjalti Friðriksson sem leikur með high-school liði Gator Day skólans lék með stjörnuliði ACC háskóladeildarinnar á dögunum. Í því tilviki kom Hjalti inn í liðið þar sem nokkrir leikmenn komust ekki vegna umferðaröngþveitis. Á dögunum lék svo Hjalti aftur með liðinu.

Með stjörnuliðinu leika m.a. DeMarcus Nelson sem hefur verið í byrjunarliðiðinu hjá Duke í fjögur ár og Quentin Thomas sem leikur með North Carolina skólanum sem varð efst í sínum riðli í háskólakeppninni og komst í fjögurra liða úrslitin, hið s.k. marsbrjálæði.

Þessir tveir kappar óskuðu eftir að Hjalti Friðriksson myndi leika lokaleik stjörnuliðsins með þeim og sagði Nelson m.a. „Hjalti er töffari, hann hefur mikinn skilning á því hvernig stór maður á að hreyfa sig á vellinum“.

Lið Hjalta sigraði 146-144 og skoraði Hjalti 9 stig og tók 9 fráköst og eftir leik stóð han í 30 mínútur og gaf eiginhandaráritanir og eftir það var honum boðið í heiðurskvöldverð með leikmönnum liðsins.

Michael D. Sumner hefur skipulagt ferðir þessa stjörnuliðs í 30 ár en Hjalti býr hjá honum meðan hann dvelur í Bandaríkjunum sem skiptinemi. Meðal fyrrum leikmanna stjörnuliðisins eru Michael Jordan, Len Bias, Jerry Stachouse ásamt 34 öðrum fyrrverandi og núverandi NBA leikmönnum.

Sumner segir um Hjalta: „Hann er frábær drengur sem hefur verið ánægjulegt að hafa. Íslenskir leikmenn þurfa að leggja mikið á sig og við erum að vonast eftir að fá annan sterkan post leikmann í skólaliðið okkar fyrir næsta vetur“.

Hjalti sagði að þegar Sumner bað hann að leika seinni leikinn hafi hann fengið hnút í magann. „Þessir leikmenn eru ótrúlegir, þeir gera hluti sem ég hef aldrei séð með boltann, þetta er eitthvað sem ég mun minnast alla ævi“.

Þá má geta þess að þetta er í fyrsta skipti í sögu ACC stjörnuliðsins sem high-school leikmaður leikur tvo leiki með liðinu.

runar@karfan.is

Mynd: Hjalti Friðriksson