16:50

{mosimage}

Orðrómur hefur verið í gangi undanfarnar vikur um að Damon Bailey sem lék með Njarðvík í vetur sé á leið til Grindavíkur. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur staðfesti þetta í samtali við karfan.is nú fyrir stundu en Damon hefur gefið Grindvíkingum jákvætt svar og verður skrifað undir samning á næstu dögum.

Þetta verður því fimmta tímabilið sem Damon tekur þátt í á Íslandi en hann kom upphaflega til Hamars haustið 2004 og lék með þeim þann vetur, veturinn eftir lék hann 3 leiki með Grindavík og svo Þór Þorlákshöfn veturinn þar á eftir. Eins og fyrr segir lék hann með Njarðvík í vetur. Hann hefur því leikið 62 leiki í úrvalsdeild og skorað 24 stig að meðaltali í leik.

runar@karfan.is

Mynd: nonni@karfan.is