23:00

{mosimage}
(Lið New Orleans hefur átt frábært tímabil)

Leikstjórnandinn snjalli Chris Paul sem varð í öðru sæti í kjöri yfir leikmann ársins eða MVP í NBA-deildinni sagði að Kobe Bryant væri þess verðugur að vinna verðlaunin.

,,Þetta er mikill heiður og hann átti þau skilið. Hann hefur verið frábær í vetur,” sagði Paul sem fékk 894 stig í kjörinu og 28 íþróttafréttamenn settu hann í fyrsta sæti. ,,Þetta snýst allt um að vinna. Ástæðan fyrir því að mitt nafn var nefnt í þessu samhengi var sú að liðinu gekk vel. Ég er sáttur með þetta.”

stebbi@karfan.is

Mynd: AP