d
Boston Celtics komu sáu og sigruðu í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Detroit á heimavelli þeirra síðarnefndu 94-80. Boston sem hingað til hafði ekki sigrað leik á útivelli í úrslitakeppninni ætluðu svo sannarlega að sýna fram á að það væri vel hægt. Þeir hófu leikinn töluvert betur en heimamenn og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta fjórðung. Hörmung heimamanna hélt áfram í öðrum leikhluta og náðu gestirnir að byggja forskot upp á 18 stig þegar flautað var til hálfleiks.

Í þriðja leikhluta virtust svo loks heimamenn vera vaknaðir. En gestirnir héldu vel í sitt og í raun skiptust liðin á körfum og það kom heimamönnum engan vegin til góðs og eftir lok 3. leikhluta voru það enn 18 stig sem skildu liðin. Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Pistons fóru að saxa á forskot Celtics og engu munaði að þeir kæmust aftur inn í þennan leik þegar þeir höfðu saxað forskotið niður í 9 stig. En Celtics menn héldu haus og kláruðu leikinn með 14 stiga sigri.
 

Það var “Big Ticket” Kevin Garnett sem leiddi lið Celtics með 22 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Ray Allen kom honum næstur með 14 stig en svo voru 3 leikmenn með 12 stig. Athygli vekur að Paul Pierce sem hingað til hefur verið sjóðandi heitur í þessari úrslitakeppni setti aðeins 11 stig, en ennfremur sýnir það styrk Celtics-manna að getað sigrað með einn af sínum toppleikmönnum í svo lágu skori.  

Rip Hamilton fór fyrir sínum mönnum með 26 stig og næstur honum var nýliðinn Rodney Stuckey með 17 stig (mikið efni þar á ferð) 

“Lykillinn er að koma grimmur til leiks. Detriot er með góðan heimavöll og þegar áhorfendur komast í gírinn með liðinu þá er voðinn vís. En við komum grimmir til leiks tókum frumkvæðið strax og það var stórt fyrir okkur. Bekkurinn hjá okkur var einnig sterkur og það ber að hrósa þeim leikmönnum fyrir sitt framlag.” Sagði Paul Pierce eftir leik.  

Þar með hafa Boston tekið forystu í einvíginu 2-1. Það eru svo Lakers og SA Spurs sem mætast í kvöld í beinni á Stöð 2 sport kl 01:00.