19:54

 {mosimage}

Björn Kristjánsson leikmaður 16 ára liðs karla lék mjög vel á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð og var fyrir vikið valinn í stjörnulið U16 karla.  Karfan.is heyrði í Birni eftir úrslitaleikinn gegn Svíum.

{mosimage} 

Þú varst valinn í úrvalsliðið, áttirðu von á því?
Eiginlega ekki, en jú samt eitthvað.

Þið voruð að ljúka úrslitaleiknum gegn Svíum og byrjuðuð frekar seint að sækja á þá.  Hvað olli því að þið náðuð ekki þessum góða leikkafla fyrr en undir lokin?
Við bara vorum mjög óheppnir og skotin okkar voru ekki að detta eiginlega allan leikinn og þeir voru að hitta mjög vel.  Við vorum alltaf að reyna að berjast og berjast en þeir náðu eiginlega alltaf að skora og við náðum eiginlega aldrei að stoppa.

Það áttu margir von á því að þið mynduð standa uppi sem sigurvegarar í leikslok, myndir þú vilja skipta á sætinu í stjörnuliðinu og Norðurlandameistaratitlinum?
Já, ég myndi gera það hiklaust.