18:10
{mosimage}
Breiðabliksmönnum hefur borist liðsauki að norðan. Þórsarinn Birkir Heimisson hefur ákveðið að ganga til liðs við félagið og leika með því í Iceland Express deildinni á næsta tímabili. Birkir sem er 21 ára hefur leikið allan sinn feril með Þórsurum fyrir utan eitt ár þar sem hann var skiptinemi í Bandaríkjunum og lék með Christchurchskólanum í Virginíufylki.
Birkir lék alla 22 leiki Þórsara í deildinni í vetur og skoraði 1,7 stig í leik á þeim rúmu 8 mínútum sem hann lék í leik.
Mynd: Finnbogi – Dagsljós