7:07

{mosimage}

Jaka Lakovic var stigahæstur Barcelonamanna í gær 

Úrslitakeppnin í spænsku ACB deildinni er nú í fullum gangi og 8 liða úrslitum lokið. Óvænt úrslit urðu þegar Unicaja Malaga sem endaði í 8. sæti sló deildarmeistara Real Madrid út 2-0. Barcelona sigraði iurbentia Bilbao 2-0 en hin tvö einvígin fóru í oddaleik. Þar sigraði Joventut – Girona 2-1 og Tau Ceramiva sló út fyrrum félaga Jóns Arnórs Stefánssonar í Valencia 2-1.

Undanúrslitin hófust svo í gærkvöldi þegar Barcelona heimsótti Joventut og fór með sigur af hólmi, 90-93, eftir æsispennandi lokamínútur. Heimamenn byrjðu betur í leiknum og leiddu í hálfleik en Barcelona tók mikinn kipp í upphafi seinni hálfleiks og náðu þægilegri forystu. Heimamenn bitu svo í skjaldarrendur og síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Slóveninn Jaka Lakovic var stigahæstur gestanna með 23 stig en Rudy Fernandez átti mjög góðan leik fyrir heimamenn og skoraði 30 stig.

Í kvöld leika svo Tau Ceramica og Unicaja Malaga fyrsta leik sinn.

runar@karfan.is

Mynd: www.euroleague.net