18:48
{mosimage}

 

(Haukur lokar leiknum með glæsilegri troðslu) 

 

Íslenska U 16 ára landsliðið átti glimrandi dag í dag. Byrjuðu á því að skella Norðmönnum 104-80 og nú fyrir skemmstu voru þeir enda við að vinna sigur á Dönum 73-62 þar sem Fjölnismaðurinn Haukur Helgi Pálsson setti glæsilegan endapunkt á leikinn er hann tróð með tilþrifum. Góður dagur hjá 16 ára liðinu sem mæta Svíum á morgun kl. 13:00 að íslenskum tíma.

 

Danir voru með frumkvæðið í upphafi leiks og báðum liðum gekk þokkalega að finna körfuna. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 18-20 en Danir leiddu áfram og stóðu leikar 31-32 fyrir gömlu herraþjóðina í hálfleik.

 

Íslensku piltarnir bættu við sig snúningi í síðari hálfleik og Hjalti Valur Þorsteinsson jafnaði metin í 38-38. Á þessum tímapunkti kom smá bakslag í leik Íslendinga, dæmt á okkur tæknivíti og fleira og Danir náðu aftur forystunni en það var ekki lengi. Íslensku piltarnir hristu mótlætið af sér og breyttu stöðunni í 45-44 með góðum þrist frá Birni Kristjánssyni sem gerði alls fjórar þrista. Leikhlutanum lauk svo í stöðunni 49-48 fyrir Ísland sem börðust vel í svæðisvörninni og pressuðu grimmt á Dani.

 

Í fjórða leikhluta leið ekki á löngu uns Íslendingar stungu af og var staðan 63-52 fyrir Ísland þegar um þrjár mínútur vortu til leiksloka. Danir fóru þá sjálfir að pressa og gekk það vel enda minnkuðu þeir muninn í 65-60. Íslenska liðið hélt þó sjó og landaði glæstum 73-62 sigri og þar með öðrum sigri sínum í dag.

 

Stigaskor Íslands

 

Haukur Helgi Pálsson 22/14 fráköst

Björn Kristjánsson 20

Styrmir Gauti Fjeldsted 12

Hjalti Valur Þorsteinsson 9

Ólafur Helgi Ólafsson 7

Anton Örn Sandholt 2

Oddur Ólafsson 1

 

nonni@karfan.is

 

{mosimage}

 

(Styrmir Gauti Fjeldsted)