15:35
{mosimage}
(Ína María Einarsdóttir gerði 14 stig fyrir Ísland í dag)
U 16 ára landslið Íslands í kvennaflokki hafnaði í 4. sæti á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð en Ísland mætti Dönum í leik um bronsið í morgun. Lokatölur leiksins voru 52-61 fyrir Dani en allt annað var að sjá til íslensku stelpnanna í dag sem börðust vel en Danir reyndust sterkari. Svíar urðu Norðurlandameistarar eftir öruggan 68-53 sigur á Finnum í úrslitaleiknum.
Íslensku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 14-12 en Danir náðu yfirhöndinni og leiddu 17-18 að loknum fyrsta leikhluta. Þessi munur hélst nánast út leikinn en vörnin sem stelpurnar voru að leika var grimm og áttu Danir í stökustu vandræðum á köflum í sóknarleik sínum.
Að endingu fór svo að Danir höfðu sigur en ekki jafn öruggan og þær vildu enda sigruðu Danir fyrri leikinn gegn Íslendingum með 20 stiga mun, 41-61. Augljós batamerki á íslenska liðinu sem óx ásmegin með hverjum leik.
Ína María Einarsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 14 stig, 4 stolna bolta og 3 fráköst.
{mosimage}
(Dagmar Traustadóttir sækir að körfu Dana)
Stigaskor Íslands í dag
Ína María Einarsdóttir 14
Dagmar Traustadóttir 12
Guðbjörg Sverrisdóttir 10
Rannveig Ólafsdóttir 6
Elma Jóhannsdóttir 4
Telma Ásgeirsdóttir 3
Berglind Gunnarsdóttir 3
Leikir U 16 ára kvennaliðsins á Norðurlandamótinu
Ísland 42-91 Finnland
Ísland 60-47 Noregur
Ísland 54-81 Svíþjóð
Ísland 41-61 Danmörk
Ísland 52-61 Danmörk
{mosimage}
(Heiðrún Kristmundsdóttir)