9:24

{mosimage}

Þá er komið að því að halda áfram að renna í gegnum tillögur ársþings KKÍ sem haldið var á Flúðum um síðustu helgi.

 

 

Tillögurnar 

Þingskjal 11: Breyting á nafni efstu deildar kvenna, hún muni heita Úrvalsdeild líkt og efsta deild karla. Lagt var til á þinginu að gefa stjórn einnig leyfi til að kalla aðrar deildir eftir styrktaraðilum. Samþykkt. 

Þingskjal 12: Tillaga um að stjórn KKÍ skuli tilnefna alla þrjá meðlimi dómaranefndar. Samþykkt. 

Þingskjal 13: Verið að skerpa á reglum um hvernig skuli finna sigurvegara í 2. deild yngri flokka en aldrei hefur verið skýr regla um það og nú er það sigurvegari í fjórðu umferð sem er sigurvegari. Samþykkt. 

Þingskjal 14: Varðar fjölgun í Úrvalsdeild kvenna, í henni skuli leika 8 lið þar sem leikin er tvöföld umferð til að byrja með. Að henni lokinni leika 4 efstu liðin í A riðli og 4 neðstu í B riðli. Innan hvors riðils er leikin tvöföld umferð. Neðsta lið B riðils fellur í 1. deild og efsta lið 1. deildar kemur í staðinn. Úrslitakeppni er leikin með þátttöku allra liðanna í A riðli auk tveggja efstu í B riðli. Í fyrstu umferð leikur lið númer 3 í A riðli við lið númer 2 í B riðli og lið númer 4 í A riðli leikur við lið númer 1 í B riðli. Sigra þarf tvo leiki. Sigurvegararnir mæta svo tveimur efstu liðunum í A riðli í undanúrslitum og þarf að sigra þrjá leiki þar sem og í úrlsitum. Samþykkt. 

Þingskjal 15: Allir leikir í efstu deildum karla og kvenna, 1. deild karla og bikarkeppnum skulu teknir upp og sendir skrifstofu KKÍ. Á þinginu er lagt til að stjórn KKÍ muni útfæra málið nánar og þannig var málið samþykkt. 

Þingskjal 16: Breyting á reglum um félagaskipti. Nú verða menn löglegir sama dag og lögleg félagaskipti berast KKÍ á tímabilinu 1. júní til 5. febrúar. Á öðrum tíma er ólöglegt að skipta.Samþykkt. 

Þingskjal 17: Breytinga á reglum um venslasamninga. Tillagan var felld og ný samin í staðinn og er hún númer 29. 

Þingskjal 18: Um hlutgengi leikmanna með B liðum, lagt til að í stað 7 leikjahæstu séu það þeir 7 sem leikið hafa flestar mínútur sem ekki mega leika með B liði. Þingið lagið til að bætt yrði við að það væru þeir 7 sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali sem ekki mega leika með B liði. Samþykkt. 

Þingskjal 19: Varðar dómgæslu í fjölliðamótum yngri flokka. Upphaflegri tillögu var breytt  og hljóðar hún svo

Það félag sem hefur umsjón með móti í yngri flokkum skal leitast við að tefla fram dómurum em hafa til þess tilskiln réttindi og eru í dómarabúning. Unglingadómarar fá metna þá leiki sem þeir dæma í yngri flokkum til greiðslu úr dómarasjóði KKÍ. Stjórn dómarasjóðs sér um úthlutun greiðslu úr sjóðnum til unglingadómara."

Samþykkt. 

Þingskjal 20: Tillaga um að allir leikir í efstu deild karla og kvenna skuli leiknir á parketi. Tillagan var samþykkt með þeirri breytingu að frá og með tímabilinu 2010-11 skuli allir leikir leiknir á parketi.

 

Áfram verður haldið seinna, nú eru 9 tillögur eftir.

 

runar@karfan.is

 

Mynd: Jón Björn Ólafsson