9:12

{mosimage}

Torfa Magnússon þarf kannski ekki að kynna fyrir körfuknattleiksunnendum. Torfi var einn af aðlmönnunum í Val sem varð Íslandsmeistari upp úr 1980 og lék fjölmarga landsleiki fyrir Íslands. Þá þjálfaði hann A landslið karla og kvenna og hefur verið viðloðandi körufuboltann í mörg ár.

Karfan.is hafði samband við Torfa og til að kanna hvað hann er að bralla nú og hvernig honum lítist á boltann í dag.

Ertu eitthvað viðloðandi körfubolta ennþá? 

Nú er ég í stjórn Körfuknattleiksdeildar Vals og hef verið í tvö ár eða svo. Ég fer á alla leiki Vals og svo spila ég körfubolta tvisvar til þrisvar í viku með félögunum. 

 Hefur þú fylgst með Iceland Express deildinni í vetur? 

Ég hef ekki farið á neina leiki, en fylgist með í blöðum og á kki.is. 

 Hvað finnst þér um boltann? 

Það eru góð lið í deildinni, líklega sjaldan betri en nú. En reyndar finnst mér vera of mikið af erlendum leikmönnum að spila. Ég held að til lengri tíma litið þá verði það ekki íslenskum körfuknattleik til góðs að ungir og efnilegir leikmenn sitji á bekknum fyrir aðeins betri erlenda leikmenn.

 Hvaða lið leika til úrslita í Iceland Express deild karla? 

Ég reikna með að það verði UMFN og KR  

 Hvaða lið verður Íslandsmeistari? 

UMFN 

 Hvað með 1. deildina þar sem þínir menn í Val eru? 

Í fyrstu deildinni eru margir ungir og efnilegir leikmenn. Þór frá Akureyri hafði algera yfirburði í deildinni í vetur, en þar á eftir koma mörg nokkuð jöfn lið.  

 Fer Valur upp? Valur er á leiðinni upp. 

Er einhver von á Torfa Magnússyni við stýrið hjá einhverju liði í efstu deild aftur? 

 

Nei það er liðin tíð. Hins vegar stefni ég á að verða ungum og efnilegum körfuboltamönnum innan handar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á næstu árum. Þar ætlum við að bjóða efnilegum unglingum að æfa aukalega inni í skólatíma frá og með næsta hausti.

 

runar@karfan.is

 

Mynd: Morgunblaðið.