20:30 

{mosimage}

(Zachary var funheitur í dag og Stjörnumenn réðu ekkert við hann) 

Valur hefur tekið 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni í 1. deild karla eftir magnþrunginn spennusigur í Íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag. Lokatölur leiksins voru 80-77 Valsmönnum í vil eftir stórskemmtilegan leik. 

Zachary W. Ingles reyndist hetja Valsmanna í dag en hann fór hamförum í fjórða leikhluta og skoraði nánast að vild fyrir Valsmenn. Þegar 6 sekúndur voru til leiksloka leiddu heimamenn með 3 stigum. Brotið var á Kjartani í Stjörnuliðinu þegar hann var í þriggja stiga skoti og átti hann möguleika á því að jafna metin á vítalínunni.

 

Kjartan hitti aðeins úr 2 af 3 vítaskotum sínum og þar með náðu Valsmenn að landa sigri. Liðin mætast aftur í Garðabæ á mánudag kl. 19:15. Takist Valsmönnum að sigra í þeim leik eru þeir komnir í Iceland Express deildina.

 

Nánar verður fjallað um leik Vals og Stjörnunnar síðar…

 

nonni@karfan.is