13:14

Úrslitakeppni A-liða í 2. deild karla verður leikin um næstu helgi á Akranesi. 8 lið leika þá um 2 laus sæti í 1. deild á næsta tímabili.

Á föstudag og laugardag verður leikið í 2 riðlum en á sunnudeginum verður svo leikið um sæti. Leikið verður í tveimur íþróttahúsum, annars vegar Jaðarsbökkum og hins vegar íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Riðlarnir verða svona:

A-riðill:
Þróttur Vogum
HK
Sindri
Reynir Sandgerði

 Leikjaplan A riðils 


B-riðill:
Hvíti Riddarinn
UMH
Dalvík
ÍA

 

Leikjaplan B riðils

 

Leikjaplan úrslitaleikja

 

Karfan.is hafði samband við þjálfara/forsvarsmenn allra liðanna sem mætast á Akrnesi og lagði fyrir þá nokkra spurningar.

 A riðill 

{mosimage} 

Ingvi Steinn Jóhannsson – Þróttur VHvernig leggst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Úrslitakeppnin leggst virkilega vel í mig og strákarnir eru virkilega spenntir fyrir úrslitakeppnina

 

Hvert er markmiðið?
Markmiðið er að vinna 2.deildina

 

 Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Það er inní myndinni að styrkja liðið og munum við skoða það nánar þegar nær dregur

 

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Markmiðið er að vinna sig uppí 1.deild og spila þar. Það verður´þó skoðað gaumgæfilega þegar þar að kemur.

 Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

Þróttur Vogar auðvitað, síðan líst mér vel á Hrunamenn og jafnvel ÍA menn.

 

Því er svo við að bæta að Þróttarar hafa gert venslasamning við Njarðvík og munu þeir Rúnar Ingi Erlingsson og Hjörtur Hrafn Einarsson leika með Þrótti um helgina.

{mosimage} 

 Arnar Guðjónsson – Sindri

Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Ef við spilum okkar bolta og stjórnum hraðanum vinnum við öll þessi lið.

Væri líka fínt að spila einhverja vörn, höfum ekki nennt að standa í því eftir áramót.

 Hvert er markmiðið?

Markmið er hið sama og það hefur síðan í ágúst, að vinna þessa deild.

 Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Engir nýir leikmenn munu koma en við erum að fá Jakob Guðlaugsson úr meiðslum en hann hefur ekkert spilað síðan í 2. leik í deildinni í vetur. Kristján Guðmundsson kemur líka aftur eftir nokkurt hlé.

 

 Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?

Það er ekki í mínum höndum að ákveða. Það verður þeirra stjórnarmanna og þjálfara sem taka við eftir þennan vetur. Ég hinsvegar vona að sú verði ákvörðunin.

 Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

Sindri og eitthvað annað lið. Skiptir ekki máli. Við vinnum þá.

{mosimage} 

  Sveinn H. Gíslason – Reynir S

Hvernig legst úrslitakeppnin í þig og þína menn? 

Miðað við úrslit síðustu leikja okkar þá höfum við talsverðar áhyggjur af okkar leik. En að sama skapi þá spiluðum við vel þar til að við tryggðum okkur sæti í úrslitakeppnnin. Tíminn verður síðann að leiða í ljós hvort við náum að rífa okkur upp á sama plan og fyrri hluta vetrar.

 Hvert er markmiðið? 

Hafa gaman af keppninni og öðlast reynslu. 

 Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina? 

Nei það er stefnan að gera það.

 

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?  Fjárhaldslega þá erum við reiðubúnir eins og staðan er í dag en vegna þess hve fáir eru í hópnum núna þá set ég fyrirvara á það þess vegna. 

 Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?  

Þróttur Vogum og ÍA  og ef lið Þróttar spilar á fullri getu þá standa þeir uppi sem sigurvegarar.

{mosimage} 

 Árni Þór Jónsson – HK

Hvernig legst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Úrslitakeppnin leggst vel í mannskapinn enda höfum við unnið allan veturinn að því að ná þessu marki í mjög jöfnum og sterkum riðli.

 

Hvert er markmiðið?

Markmiðið HK er ávallt að sigra alla leiki sem við tökum þátt í.

 

Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Já við gerum ráð fyrir að ráða öflugann mann á bekkinn til að stýra liðinu enda verðugt verkefni að gera sem mest úr rúmlega 200 ára reynslu sem býr í liðinu.

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?

HK hefur hingað til ekki gefið þann rétt eftir.

 

Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

HK – Þróttur Vogum

 

 B riðill 

{mosimage}

Jónas Pétursson – Dalvík

Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Við erum með afar fámennan hóp í vetur, sem aðeins hefur spilað 5 leiki í vetur þannig að við komum eingöngu til að hafa gaman.

 

Hvert er markmiðið?
Markmiðið er eingönu að vera með og skemmta sér.

 

Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Væntanlega mun það veikjast, þar sem einhverju voru búnir að bóka ferð erlendis á sama tíma. ( menn reiknuðu með helginni á undan )

 

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Nei.

 

Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

ÍA og ?

{mosimage} 

  Árni Þór Hilmarsson – Hrunamenn

Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Úrslitakeppnin leggst vel í okkur, menn eru einbeittir og klárir í slaginn.

 

Hvert er markmiðið?
Markmiðið í úrslitakeppninni verður það sama og í vetur, þ.e. að einbeita sér að einum leik í einu.

 Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Við erum alltaf að styrkja okkur og munum halda því áfram. Ef átt er við leikmannahópinn þá verður hann sá sami og í vetur. Leikmennirnir eru allir, með einni undantekningu, frá Flúðum og nágrenni og hafa þeir allir farið í gegnum öflugt yngra flokka starf félagsins.

 

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Að sjálfsögðu munum við leika í 1.deild ef við vinnum okkur sæti í þeirri deild.

 Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

Ég renni algerlega blinnt í sjóinn með hvaða lið munu leika til úrslita þar sem ég hef ekki séð til þeirra í vetur. Ætli heimamenn í ÍA mæti okkur ekki bara!!

{mosimage} 

 Brynjar Sigurðsson – Akranes

Hvernig leggst úrslitakeppnin í þig og þína menn?

Úrslitakeppnin leggst vel í okkar menn.

 

Hvert er markmiðið?
Markmiðið er að vinna úrslitakeppnina.

 Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?

Við munum ekki styrkja liðið neitt fyrir úrlitakeppnina.

 

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Það er líklegt að við tækjum sæti í fyrstudeild að ári ef við vinnum.

 Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?

Við spáum Þrótti Vogum og IA úrslitaleiknum.

{mosimage} 

 Stefán Orri Stefánsson – Hvíti riddarinn

Hvernig legst úrslitakeppnin í þig og þína menn?
Hún leggst vel í okkur og það er fínt að hafa hana á Akranesi. Þetta er búið að vera erfiður vetur fyrir liðið, mikið um meiðsli og liðinu hefur ekki gengið eins og við vonuðumst til. En það skiptir engu máli þegar komið er í úrslitakeppnina, það er alveg nýr kafli.

Hvert er markmiðið?
Allt annað en fyrsta sætið verða vonbrigði. Við urðum meistarar fyrir tveimur árum (hétum þá HHF) og í þriðja sæti í fyrra. Við stefnum á að endurheimta titilinn í ár.

Mun þitt lið styrkja sig eitthvað fyrir úrslitakeppnina?
Nei, við erum með allan þann mannskap sem þarf til að taka titilinn, það er bara spurning um að ná því besta úr honum sem hefur reynst okkur erfitt í vetur.

Mun þitt lið leika í 1. deild að ári ef það vinnur sér rétt til þess?
Ef við náum að leysa fjárhagshliðina á því máli þá er metnaður og vilji fyrir því innan liðsins.

Hvaða lið spáir þú að leiki til úrslita?
Eigum við ekki bara að segja að við mætum heimamönnum í ÍA í úrslitunum 🙂

 

runar@karfan.is með upplýsingum frá www.kki.is

 

Myndir: Af Sindra – Agnar Guðjónsson, af Árna Þór Jónsson – www.hk.is og af Steinari Orra Stefánssyni – www.korfubolti.com