20:57

Leikjum kvöldsins er nú lokið og urðu óvænt úrslit í Kennaraháskólanum þar sem Breiðablik vann ÍS í Iceland Express deild kvenna 82-75 og Breiðablik svo gott sem búið að tryggja sér sæti í deildinni að ári.

Í Grindavík sigruðu heimamenn Keflavík 116-99 og eiga því möguleika á að komast uppfyrir Keflavík í lokaumferðinni. 

KR steig mikilvægt skref í að tryggja sér annað sætið með sigri á Tindastól norður á Sauðárkróki en Tindastólsmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppni, leikurinn fór 81-99. 

runar@karfan.is