9:05

{mosimage}

Tímabilinu hjá Helga Frey Margeirssyni og félögum í Randers Cimbria lauk í gær þegar liðið tók á móti Svendborg Rabbits í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar.

Svendborg vann fyrri leik liðanna þar sem besti maður Randers, Adrian Moss, var vikið af velli og var því ekki með í gær. Liðið átti því ekki mikla möguleika í gær en Svendborg er með leikmann upp á 225 cm sem þeir nýttu óspart í gær. Svendborg menn sigruðu í gær 92-65 og skoraði Helgi Freyr 5 stig en hann var gríðarlega óheppinn með villur í gær.

runar@karfan.is

Mynd: karfan.is