11:38 

{mosimage}

 

 

Haukar eru bikarmeistarar í 9. flokki kvenna eftir stórisigur á Hamri/Selfoss 55-23 í DHL-Höllinni. Þetta var þriðji bikartitill Hauka um helgina en fyrir voru þær bikarmeistarar í 10. flokki stúlkna og í Stúlknaflokki. Guðbjörg Sverrisdóttir, Haukum, var valin besti leikmaður leiksins en hún gerði 26 stig, 11 fráköst og 7 stolna bolta.

 

Haukasigurinn var aldrei í hættu í dag en þetta var í fyrsta sinn sem Hamar/Selfoss kemur liði í bikarúrslitaleik í 9. flokki kvenna. Ljóst er að mikill uppgangur er hjá H/S þar sem 9. flokkur drengja lék einnig í fyrsta sinn til bikarúrslita í gær en máttu einnig sætta sig við tap. Engu að síður flottur árangur hjá H/S sem láta örugglega enn betur að sér kveða á næstu leiktíð.

 

nonni@karfan.is

 

{mosimage}