11:11

{mosimage} 

Lið Þórs sem fékk bikarinn afhentan í gær

 

Þór vann öruggan 116-101 sigur á Stjörnunni í kvöld í íþróttahúsi Síðuskóla.

 

Þórsarar unnu Stjörnunna í kvöld 116 -101 í 1. deild karla á Íslandsmótinu í körfuknattleik, og hafa því unnið 13 leiki í röð í deildinni og eru enn því taplausir.

Fyrir leikinn hafði Þór unnið alla tólf leiki sína og sat í efsta sæti deildarinnar með 24 stig, en Stjörnumenn höfðu fyrir leikinn unnið 6 leiki og tapað 6 og sátu því í 5 sæti með 12 stig. Menn bjuggust við spennandi leik, þar sem Þórsarar höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild að nýju, á meðan Stjörnumenn eru í hörku baráttu um að komast í úrslita keppninna. Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs gat ekki verið með liði sínu, þar sem hann var skyndilega lagður inn á sjúkrahús í gær vegna veikinda.

 

{mosimage}

Þórsarar stigu stríðsdans að leik loknum

 

Leikurinn var jafn í byrjun leiks, en þegar líða tók á leikinn virtust Þórsarar ætla að sigla þægilega fram úr Stjörnumönnum, en vegna einbeitingaleysis í lok leiksins, náðu Stjörnumenn að minnka muninn en þó ekki nóg, og Þórsarar fóru með öruggan sigur af hólmi 116 – 101.

Byrjunarlið Þórs var þannig skipað; Magnús Helgason, Helgi Hrafn Þorláksson, Kevin E.L. Sowell, Jón Orri Kristjánsso og Þorsteinn Húnfjörð.

 

Þórsarar byrjuðu leikinn vel með glæsitroðslu frá Kevin Sowell, en Stjörnumenn voru fljótir að svara fyrir sig. Fyrsti leikhluti var mjög jafn, en Þórsarar þó ávallt skrefi á undan. Bæði lið spiluðu nokkuð vel, bæði í vörn og sókn og hvorugt liðið gerði mistök og því til sönnunnar töpuðu Þórsarar aðeins boltanum tvisvar en Stjörnumenn aðeins einu sinni.

 

1. leikhluti rann nokkuð vel og áreynslulítið, og lítið hægt að kvarta, bæði lið sýndu ágætis tilþrif og dómarar leiksins höfðu ágætis tök á leiknum. Fyrsti leikhluti var mjög jafn framan af, og Stjörnumenn komust yfir í annað sinn í leiknum í stöðunni 22 – 23, en Þórsarar voru snöggir að snúa leiknum sér í hag, og breyttu stöðunni 22 – 23 í 34 – 27 og þannig lauk fyrsta leikhluta.

Kevin Sowell fór fyrir liði Þórs í leikhlutanum og skoraði 15 stig, en Benjamin Belucci dró vagnin fyrir Stjörnumenn.

 

Gangur leiksins í 1. leikhluta: (2-0) – (2-2) – (2-5) – (7-7) – (15-9) – (17-16) – (22-23) – (26-23) – (30-25) – (32-25) – (34-27).

 

Bæði lið byrjuðu 2. leikhluta vel, og jafnt var á með liðum í byrjun leikhlutarins. Stjörnumenn virtust ætla að ná að halda í við hið sterka lið Þórs, og fór þar Benjamin Bellucci fremstur í flokki. En skyndilega í stöðunni 38 – 38 setti Þórsliðið í 2. gír, og byrjuðu að spila sæmilega vörn, og pressa Stjörnumenn út um allan völlinn. Stjörnumenn virtust ráða illa við hina vörn Þórs, og sóknarleikur liðsins riðlaðist og varð oft á tíðum mjög tilviljana kenndur. Virtist þessi vörn og barátta í liði Þórs fara svolítið í skapið á Stjörnumönnum, og fengu að lokum klaufalega ásetningsvillu á sig þegar 3:30 voru eftir af öðrum leikhluta. Svo fór að Þórsarar unnu annan leikhlutann frekar auðveldlega, og má þakka góðri vörn að Þórsarar náðu þægilegu forskoti í hálfleik. Þórsarar unnu annan leikhlutann 29 – 24 og leiddu því með tólf stigum í hálfleik 63 – 51. Magnús Helgason fór fyrir liði Þórs í öðrum leikhluta, en hann skoraði 12 stig í fjórðungnum, þar af hitti hann tveimur 3 stiga skotum og þremur tveggja stiga skotum. En sem fyrr var það Benjamen Belluci sem dró Stjörnumenn áfram með stórleik.

 

Gangur leiksins í 2. leikhluta; (34-29)-(34-34)-(36-36)-(42-38)-(45-40)-(47-42)-(50-45)-(57-45)-(61-47)-(63-49)-(63-51).

 

Þórsarar komu ferskir til leiks eftir leikhlé, og byrja 3. leikhlutann að krafti og skora tíu fyrstu stig leikhlutans, en þrátt fyrir þessa góða byrjun Þórs, gáfust Stjörnumenn ekki svo glatt upp og komu aðeins tilbaka en ógnuðu þó aldrei forystu Þórsara.

 

Þórsarar stjórnuðu algjörlega hraða leiksins og virtust vera með leikinn í hendi sér, liðið

var þó ekki að spila neina sérstaka vörn í leikhlutanum, og hafa oft spilað betri vörn í vetur. En því miður fyrir Stjörnumenn, þá vantaði þá dálitla vídd í sóknarleikinn, og sá eini, sem virtist geta skorað hjá Stjörnumönnum var enginn annar en Benjamin Belluci, enda var öll ábyrgðin á sóknarleik Stjörnumanna á hans herðum. Það má því sanni segja að Þórsarar hafi lagt grunninn að sigrinum í 3. leikhluta, því Þórsarar vann 3. leikhlutann með tólf stiga mun, eða 32-20 og staðan því að honum loknum 93-71 Þór í vil.

 

Stigaskorunn Þórs í 3 leikhluta var mjög dreifð, Jón Orri var þó atkvæðamestur með 8 stig, en Kevin kom næstur með 7 stig, Hrafn skoraði síðan 6 stig og Guðmundur Oddsson skoraði 5 stig í leikhlutanum. En enn, sem fyrr varð það Benjamin Belluci sem var allt í öllu í leik Stjörnumanna.

 

Gangur leiksins í 3. leikhluta; (65-53)-(73-53)-(73-59)-(79-67)-(81-67)-(85-67)-(87-69)-(90-69)-(91-71)-(93-71).

 

Fjórði og seinasti leikhlutinn einkenndist af kæruleysi Þórsara, sem voru með hugann við verðlauna afhendinguna sem átti að fara fram eftir leikinn. Þórsarar spiluðu 4. leikhlutann illa, og þá sérstaklega í vörn, og hleyptu Stjörnunni aftur inn í leikinn, en þó aldrei það nálægt að lokamínúturnar gætu orðið spennandi. Ef Stjörnumenn hefðu verið betri þá hefðu þeir geta stolið sigrinum. En, sem betur fer fyrir Þórsara náðu þeir þó að halda haus og klára leikinn, og það er ekki oft sem Þórsliðið fær á sig 101 stig í deildinni og í fyrsta sinn í vetur sem það gerist. Það er mjög lítið hægt að tala um fjórða leikhluta annað en að það að kannski má segja að bæði lið höfðu þegar sætt sig við úrslit leiksins.

 

En Stjörnumenn náðu samt, sem áður að vinna leikhlutan með 7 stiga mun, eða 23-30. Því fór að Þórsarar fóru með öruggann 15 stiga sigur af hólmi, 116-101 í þessum síðasta heimaleik sínum þetta tímabilið. Það var fátt um fína drætti í 4. leikhluta, en þó sýndu Jón Orri og Óðinn Ásgeirsson ágætis takta, kannski það skemmtilegasta í 4. leikhlutanum var að Örn Guðjónsson skoraði sín fyrstu stig fyrir meistaraflokk karla í leikhlutanum með góðu stökkskoti Örn er aðeins 17 ára gamall.

 

 

 

Hins vegar var Benjamin Bellucci sem fyrr langmest áberandi í leik Stjörnunnar.

Gangur leiksins í 4. leikhluta; (93-73)-(95-78)-(97-80)-(99-83)-(100-87)-(100-90)-(106-92)-(108-96)-(110-98)-(114-99)-(116-101).

 

Þegar á heildinna er litið var þetta sanngjarn sigur Þórs, og þó svo að liðið væri ekki að spila vel, og vörnin var ekki upp á sitt besta, en það auðvitað spilar inn í að Þórsliðið hefur engu að keppa, nema þá helst að komast taplausir í gegnum tímabilið. Þó komu nokkrir góðir kaflar inn á milli hjá Þór, og þá sérstaklega í 2. og 3. leikhluta. Hins vegar spiluðu Stjörnumenn ágætlega, og kannski spilar það inn í að Þórsliðið var ekki að sýna sinn rétta leik. Stjörnuliðið er þó ágætlega mannað lið, en það var aðeins einn leikmaður liðsins sem var að spila vel í sókninni, þ.e.a.s. Benjamin Bellucci, sem átti algerlega stórleik fyrir Stjörnuna og var langbesti leikmaður þeirra, og skoraði hann alls 54 stig í leiknum, og á hrós skilið.

 

{mosimage}

Sigfús Helgason formaður Þórs afhendir Guðmundi Ævar Oddssyni blóm fyrir vel unnin störf

Eins og fyrr segir var þetta síðasti heimaleikur Þórs á tímabilinu, og jafnframt var þetta síðasti heimaleikur Guðmundar Ævars Oddsonar í bili, þar sem hann er að fara erlendis í nám, og verður hans sárt saknað á næsta ári, enda algjör gullmoli innan sem utan vallar. Guðmundur hefur verið duglegur síðustu ár að vinna fyrir körfuknattleiksdeildinna, sem leikmaður, stjórnarmaður, þjálfari, reddari eða bara allt í öllu.

Honum er hér með óskað velfarnaðar í náminu, sem hann tekur sér fyrir hendur. Fyrir leik færði Sigfús Ólafur Helgason formaður Íþróttafélagsins Þórs Guðmundi blómavönd að gjöf sem þakklætisvott fyrir hans óeigingjarna starf fyrir félagið.  

Þá var þetta einnig síðasti leikur Kevin Sowell fyrir Þór í vetur og heldur hann til síns heima strax á morgun. Hann hefur leikið einstaklega vel fyrir Þór á tímabilinu og hefur varla átt dapran leik. Er honum hér með þakkað vel unninn störf, og vonandi eigum við eftir að sjá hann í Þórs-treyju á næsta tímabili.

 

Stig Þórs í leiknum; Kevin Soweel 31, Magnús Helgason 20, Jón Orri Kristjánsson 19, Guðmundur Oddsson 10, Óðinn Ásgeirsson 10, Hrafn Jóhannesson 8, Helgi Hrafn 6, Þorsteinn Húnfjörð 4, Baldur Stefánsson 3, Birkir Heimisson 3 og Örn Guðjónsson 2

 

Stigahæstir leikmanna Stjörnunnar í leiknum voru; Benjamin Bellucci 54, Eyjólfur 9 og Eiríkur 8

 

{mosimage}

Örn Guðjónsson skoraði sín fyrstu stig fyrir meistaraflokk

 

Aðspurður sagði Örn Guðjónsson í leikslok hvort hann væri ekki ánægður eftir að hafa náð að skora sín fyrstu meistaraflokks stig og hvort hann hlakki ekki til að fá að spreyta sig í úrvalsdeild næsta vetur? ,, Jú ég er sko ánægður get ég verið annað ég segi bara loksins, loksins jú ég hlakka til”.

 

Magnús Helgason sem átti fínan leik sagði í leikslok ,, ég er ferlega sáttur með sigurinn, ég spilaði vel í fyrri hálfleik. Og ég er ekkert að horfa sérstaklega í hvað ég skora heldur hvað liðið í heild gerir það skiptir öllu. Ég og við allir í liðinu tileinkum sigrinum sérstaklega þeim Hrafni þjálfara sem liggur veikur á sjúkrahúsi og einnig Kevin Sowell sem heldur til sinna heima strax á morgun. Hann leikur ekki með í seinasta leik okkar gegn Hetti”. Að spurður um hvort hann myndi leika með liðinu næsta vetur sagði Magnús ,,það er allt enn óráðið hvað maður gerir, maður klárar bara tímabilið og sér svo til” sagði Magnús og var svo horfinn inní hópinn með félögum sínum.

 

{mosimage}

Kevin Sowell lék sinn síðasta leik fyrir Þór þetta tímabilið

 

Tómas Hermannsson sem stýrði liðinu í kvöld í fjarveru Hrafns sagði ,, ég og liðið gerðum bara nákvæmlega það sem Hrafn lagði fyrir okkur þ.e. að spila í kvöld eins og við höfum gert í allan vetur og því var niðurstaðan bara einfaldlega sigur, svo einfalt er nú það”.

 

Stöðuna í deildinni má sjá hér.

 

Myndir af verðlaunaafhendingunni má sjá hér.

www.thorsport.is

Myndir: www.thorsport.is

{mosimage}

Hrafn Jóhannesson hampar bikarnum

{mosimage}

Þorsteinn Húnfjörð ánægður með bikarinn