Tamara Bowie hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Grindavíkur. Stúlkan þarf að halda til síns heima að gefa alvarlega veikri frænku sinni blóð. Þetta er að sjálfsögðu mikil blóðtaka fyrir Grindavík því stúlkan hefur spilað nánast óaðfinnanlega í vetur og verið langbesti leikmaður mótsins. Óstaðfestar heimildir herma að Bowie hafi beðið um 3 daga frí nú fyrir skömmu til að komast í svo kallað WNBA Camp þar sem stúlkum er boðið að spila og æfa í þeirri leit að komast að hjá liði í WNBA. Þeirri beiðni var að sjálfsögðu hafnað þar sem liðið er í bullandi úrslitakeppni. Þess má einnig geta að stúlkan spilaði nánast á hálfum hraða í leik Keflavík og Grindavík í gær og fór þar ekki á milli mála að eitthvað var ekki með feldu.