16:46

{mosimage}

Í dag klukkan 17:30 hefst stjörnuleikur kvenna hjá FIBAEurope en hann fer fram í Valencia á Spáni en í dag er einmitt alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í leiknum eigast við Evrópuúrvals gegn leikmönnum frá löndum utan Evrópu. Í Evrópuliðinu eru leikmenn frá Spáni, Póllandi, Hvíta Rússlandi, Ungverjalandi, Frakklandi, Tékklandi, Grikklandi, Tyrklandi og Rússlandi en í alþjóðaliðinu eru 11 bandarískar stelpur og 1 áströlsk. Fyrsti stjörnuleikur kvenna fór fram í fyrra og sigraði Evrópuúrvalið 86-67. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leiknum á heimasíðu FIBAEurope.

runar@karfan.is