Fa og HlySnæfellingar hafa svo sannarlega komið sér í lykilstöðu í einvígi sínu gegn KR eftir sigur í DHL höllinni í dag. 61-63 var lokastaða leiksins eftir svo sannarlega æsispennandi loka mínútu í leiknum. Það var Brynjar Björnsson sem jafnaði leikinn 61-61 en Justin Shouse setti niður 2 stig sem urðu þau síðustu í þessum leik. Brynjar Björns fór á kostum í liði KR og skoraði 31 stig. Í hálfleik var staðan 27-27 og segir það margt um varnir þessara beggja liða í fyrri hálfleik. Næsti leikur er á mánudag í Hólminum.