14:15 

{mosimage}

 

(Í þá gömlu góðu) 

 

Körfubolti Phil Jackson, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, er búinn að tala við Scottie Pippen um að hann taki fram skóna á ný og spili fyrir Lakers. Pippen er 41 árs gamall og vann sex meistaratitla þegar Jackson þjálfaði hann hjá Chicago Bulls.

„Ég talaði við Scottie en það var aðallega til að forvitnast um stöðuna á honum," sagði Jackson sem sagði að Pippen væri áhugasamur um að snúa aftur í deildina.

Pippen skoraði 16,1 stig, tók 6,4 fráköst og gaf 5,2 stoðsendingar í leik í þeim 1.178 leikjum sem hann spilaði í NBA frá 1987-2004. Framherjar Lakers, Lamar Odom og Luke Walton, glíma báðir við meiðsli og Pippen gæti því gert mikið fyrir liðið.  

www.visir.is