09:50

{mosimage}

 

 

Breiðablik tryggði sér oddaleik í 1. deild karla í gærkvöldi eftir góðan 68-84 sigur á Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ. Atkvæðamestur í liði Blika var Renold Marcelline með 19 stig og 12 fráköst en Ben Bellucci gerði 24 stig og tók 10 fráköst í liði Stjörnunnar. Jafnræði var með liðunum alveg fram í fjórða leikhluta þegar Blikar stungu af.

 

Liðin börðust hart í fyrri hálfleik og var staðan 21-23 fyrir Blika þegar 1. leikhluta lauk. Heimamenn voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar flautað var til hálfleiks í 36-36.

 

Enn voru liðin hnífjöfn að loknum þriðja leikhluta en gestirnir úr Kópavogi sigldu fram úr í fjórða leikhluta en þeir unnu leikhlutann 12-26.

 

Góður liðssigur hjá Blikum en fimm leikmenn í liðinu gerðu 10 stig eða meira í gær á meðan aðeins tveir leikmenn hjá Stjörnunni gerðu 10 stig eða meir.

 

Oddaleikurinn fer fram á þriðjudag í Smáranum í Kópavogi og hefst hann kl. 19:15. Það lið sem hefur sigur á þriðjudag mun mæta Valsmönnum í úrslitum um sæti í Iceland Express deildinni að ári.

 

Tölfræði leiksins

 

nonni@karfan.is