Í leik gegn KR fyrr í veturÞað voru Njarðvíkingar sem komu sáu og sigruðu í kvöld gegn grönnum sínum í Grindavík í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. 96-78 var lokastaðann en Njarðvíkingar lögðu grunninn að góðum sigri í fyrsta fjórðung sem endaði 32-10 heimamenn í vil.

Jóhann Ólafsson hóf hríðina að körfu gestanna og í kjölfarið fóru stiginn að hrynja inn fyrir þá grænklæddu. Á meðan virtust gestirnir vera í einhverum allt öðrum hugleiðingum hinumeginn á vellinum. Vörn Njarðvíkinga var loftþétt til að byrja með og komust í 10-0. Styrkur Njarðvíkinga var nýttur mjög vel og boltanum dælt inn í teig á Igor Beljanski sem var heldur betur sjóðandi heitur. Hann hafði sett niður 11 stig eftir 5 mínútna leik, eða um það leyti sem Grindvíkingar skoruðu sína fyrstu körfu (að undantöldu vítaskoti sem þeir höfðu sett niður) Igor endaði fjórðunginn með 17 stig og Njarðvíkingar fóru hamförum og litu Grindvíkingar út fyrir að vera byrjendur í höndunum á Njarðvíkingum.

Njarðvíkingar hófu 2. leikhluta þar sem frá var horfið og Ragnar Ragnarsson smellti einum þrist. Vörnin hélt áfram að vera sterk en þó voru Grindvíkingar að vakna til lífsins loksins. Páll Axel byrjaði að setja nokkrar körfur ásamt Jonathan Griffin en vörn þeirra hriplak og því breytist munurinn lítið fyrir Grindvíkinga. Það var svo í lok hálfleiksins að Kristján Sigurðsson setti niður "buzzer" og Njarðvíkingar leiddu nokkuð örygglega með 20 stigum, eða 55-35.

Seinni hálfleikur fór hægar af stað heldur en sá fyrri og voru bæði lið að hitta illa til að byrja með. Það hentaði Grindvíkingum afar illa því tíminn var þeirra versti óvinur í þessari stöðu. Njarðvíkingar höfðu þó frumkvæðið í leikhlutanum og í lok hans var staðan 74-49. Í hléinu á milli 3. og 4. leikhluta var hið fræga Borgarskot Iceland Express og viti menn, það var ung stúlka sem gerði sér lítið fyrir og setti einn flottann þrist og vann sér inn ferð til Þýskalands nánar tiltekið Fredrickshaven.

En leikurinn hélt áfram og miðað við byrjun leiksins í þessum fjórðung virtust Grindvíkingar búnir að játa sig sigraða. Þegar um 5 mínútur voru eftir fór Jonathan Griffin út af með 5 villur, en hann hafði alls ekki fundið sig jafnvel í þessum leik og hann gerði gegn Skallagrímsmönnum. Einar Árni gat leyft sér að skipta inná sínum varamönnum og við það gátu Grindvíkingar loksins farið að klóra í bakkann. En það var of seint og kláruðu Njarðvíkingar leikinn með stæl. Igor Beljanski fór hamförum í fyrri hálfleik og skoraði 22 stig, endaði leikinn reyndar með 24 en frábær fyrri hálfleikur hjá honum. Jóhann Ólafsson átti einnig frábæran leik og var að spila hörku vörn, en án þess að vera að pikka einn og einn leikmann út hjá heimaliðinu virtist liðsheild þeirra gríðarlega sterk. Hjá gestunum voru allir hálf slappir og greinilega ekki tilbúnir í þennan leik. Páll Axel var atkvæðamestur með 24 stig. Páll Kristinsson var þreyttur í leikslok enda þurfti hann nánast eins síns liðs að kljást við þá Friðrik, Igor og Egil hjá Njarðvíkingum. Næsti leikur er á Mánudag í Grindavíkinni.

UMFN 1 2 3 4 Total UMFG 1 2 3 4 Total
Jeb 3 2 3 7 15 Jonathan 5 2 2   9
Brenton 2 4 6 Palli K 6 2 2 10
Frikki   6 4   10 Palli Axel 5 6 5 8 24
Igor 17 5 2 24 Adam 2 2 8 12
Gummi   2 2 1 5 Þorleifur   3 1 5 9
Jói 7 2 4 2 15 Davíð Páll 1 1
Dóri K   4     4 Ólafur         0
Egill 4 2 6 Sigurður 2 2
Kristján   2     2 Björn St   6   5 11
Raggi 3 2 5 Pétur G 0
Hjörtur       4 4           0
32 23 19 22 96 10 25 14 29 78

Við biðjumst afsökunar á seinkomu þessarar fréttar en tæknin hér á netinu var að stríða okkur.