13:00 

{mosimage}

 

 

Kínverski körfuboltamaðurinn Yao Ming mætti til leiks á ný með liði sínu, Houston Rockets, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt en Ming hefur verið frá keppni lengi vegna fótbrots. Ming tókst þó ekki að tryggja liði sínu sigur gegn Cleveland Cavaliers en leiknum leik með sigri Cleveland, 91:85. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Ming skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst, varði tvö skot og stal boltanum 5 sinnum.

 

NBA meistararnir í Miami Heat komust loks í nótt yfir 50% vinningshlutfallið þegar liðið vann Atlanta Hawks, 88:81. Eddie Jones skoraði 21 stig fyrir heimamenn en Shaquille O'Neal hélt upp á 35 ára afmælið með því að skora 14 stig.

 

Þá vann Golden State Warriors sigur á Detroit Pistons, 111:93, og Orlando Magic vann Milwaukee Bucks, 99:81.

 

www.mbl.is